Pax Americana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pax Americana eða hinn bandaríski friður er hugtak sem er notað til að lýsa tímabili á Vesturhveli jarðar þar sem friður ríkti, friður sem stafaði af ægivaldi Bandaríkjanna, sérstaklega er átt við tímabil frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar árið 1945. Hugtakið Pax Americana hefur einnig verið notað til að lýsa veldi Bandaríkjanna bæði efnahagslegu og hvað varðar hernaðarmátt. Hugtakið vísar til hugtaksins Pax Romana eða Rómarfriðs, sem var þvingaður friður komið á og viðhaldið með rómversku vopnavaldi á síðari hluta 1. aldar f.Kr. Ýmislegt bendir til að ægivald Bandaríkjanna sé að líða undir lok.[heimild vantar]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.