Patti Page
Útlit
Patti Page eða Clara Ann Fowler (8. nóvember 1927 - 1. janúar 2013) var bandarísk söngkona og ein af þekktustu söngkonum klassískrar popptónlistar. Hún var með söluhæstu listamönnum á 6. og 7. áratug 20. aldar og hefur selt yfir milljón hljómplötur til dagsins í dag. Meðal þekktustu laga hennar eru kántrýlagið „Tennessee Waltz“ (1950) og gamanlagið „(How Much Is That) Doggie in the Window“ (1953).