PISA-könnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

PISA-könnun er alþjóðleg könnun á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. PISA er skammstöfun á Programme for International Student Assessment. PISA er lögð fyrir á þriggja ára fresti. Tilgangur PISA-könnunar er að mæla hvort nemendur sem eru við að ljúka skyldunámi hafi þekkingu og færni sem nýtist þeim. Í könnuninni er reynt að meta hvort nemendur geti yfirfært þar sem þeir læra á ný viðfangsefni og aðstæður.

Niðurstöður úr PISA sýna hvernig nemendur í einu þáttökulandi standa sig í alþjóðlegum samanburði og hver þróun er því PISA-kannanir eru gerðar með reglulegu millibili.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]