Péturslögmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Péturslögmálið (eða Pétursreglan) (enska: The Peter Principle) er það lögmál að „í stigskiptu valdakerfi hættir hverjum starfsmanni til að enda í því starfi þar sem viðkomandi er vanhæfur“. Péturslögmálið var sett fram af þeim Laurence J. Peter og Raymond Hull í bók sinni: The Peter Principle, árið 1968.

Péturslögmálið gerir ráð fyrir því að mönnum sé umbunað fyrir vel unnin störf með stöðuhækkunum, uns þeir færast yfir eigið getumark og þá verður árangur þeirra í starfi eftir því. Samkvæmt lögmálinu eru því flestar tröppur metorðastigans í stofnunum og fyrirtækjum skipaðar mönnum sem ættu í rauninni að vera einni tröppu neðar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.