Pétur Einarsson (flugmálastjóri)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pétur Einarsson (4. nóvember 1947 - 20. maí 2020) var flugmálastjóri Íslands 1983-1992.[1]

Ævi og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Pétur var menntaður sem húsasmíðameistari, lögmaður, atvinnuflugmaður og með skipsstjórnarréttindi. Hann starfaði sem varaflugmálastjóri og flugmálastjóri á árunum 1978 - 1992. Frá þeim tíma starfaði hann sjálfstætt við lögmennsku, ráðgjöf í flugmálum í austur Afríku, húsbyggingar og ritstörf. Hann endurbyggði, ásamt Svanfríði Ingvadóttur, Geymt 18 ágúst 2019 í Wayback Machine elsta hótel landsins Hótel Tindastól Sauðárkróki. Stofnaði Rannsóknarstofnun Hugans sjálfseignarstofnun með staðfestri skipulagsskrá að Selá í Dalvíkurbyggð Geymt 18 ágúst 2019 í Wayback Machine.

Útgefin rit[breyta | breyta frumkóða]

Ræktun Persónuleika, Beiting Lífsorku, Indverska ævintýrið, Drangeyjarjarlinn segir frá[óvirkur tengill], Guðmundur Stóri Slökkver segir frá, Caprice Syndrome, Reynslusporin 12[óvirkur tengill], Ræktun skapgerðar, Metasophy / Learning to die - dying to learn[óvirkur tengill].

Andlát[breyta | breyta frumkóða]

Pétur lést 20. maí 2020 eftir baráttu við hvítblæði.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sarpur.is - Bindi“. Sarpur.is. Sótt 18. ágúst 2019.
  2. Pét­ur Ein­ars­son er lát­inn