Fara í innihald

Pækilsöltun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gúrkur í saltpækli.

Pækilsöltun er aðferð til að auka geymsluþol matvæla með því að leggja þau í saltlög eða láta þurrt salt draga úr þeim vökva. Pækilsöltun er til dæmis notuð við framleiðslu á saltkjöti, harðfiski, súrkáli, fetaosti og súrum gúrkum. Andstæðan við pækilsöltun er þurrsöltun.

Við pækilsöltun kjöts er oftast fullþiðið kjöt lagt í kar og saltpækli helt yfir. Styrkleiki pækilsins fer eftir vörutegund. Söltunartíminn er á þíddu kjöti er 3-7 dagar og fyrir frosið kjöt er tíminn 5-10 dagar. Söltunartíminn fer eftir hitastigi, saltmagni pækilsins og stærð kjötstykkjanna. Huga þarf vel að hreinlæti við pækilsöltun, þar sem meiri möguleiki er á gerlamengun en við þurrsöltun.

Kostir pækilsöltunar eru að söltunartíminn er styttri en við þurrsöltun, en lengri en miðað við sprautusöltun. Ókostir eru að erfitt getur verið að stjórna saltmagni.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Guðlaug Ragnarsdóttir og Örlygur Ásgeirsson. Fagbókleg kjötiðn.