Þurrsöltun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjávarsalt borið á svínslæri til að búa til ítalskt prosciutto.

Þurrsöltun eða veltisöltun er elsta söltunaraðferðin og var áður fyrr sú algengasta. Þurrsöltun er til dæmis notuð við framleiðslu á hangkjöti, skreið, saltfiski og hráskinku. Andstæða við þurrsöltun er pækilsöltun, en aðferðirnar eru oft notaðar samhliða.

Við þurrsöltun kjöts er kjötstykkjunum velt upp úr saltblöndu, eða að saltblöndunni er stráð á milli laga. Saltið dregur safann úr kjötinu og myndar pækil og kjötið léttist og þornar um leið ef þess er gætt að geyma það á svölum og þurrum stað.

Kostir þurrsöltunar eru að geymsluþolið lengist ef þessi aðferð er notuð eingöngu. Ókostir eru meðal annars langur söltunartími og að erfitt er að stjórna saltmagninu í kjötinu.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Guðlaug Ragnarsdóttir og Örlygur Ásgeirsson. Fagbókleg kjötiðn.