Páll Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Crystal Clear app Login Manager.png
 • Þetta æviágrip er um lifandi manneskju. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum Wikipediu varðandi æviágrip lifandi fólks.
 • Ef þú ert viðfangsefni æviágripsins og hefur athugasemdir við það þá geturðu kynnt þér leiðbeiningar á síðunni grein um mig.
 • Þú getur gert athugasemd hér með því að hefja nýja umræðu

Páll Sigurðsson (f. 16. ágúst 1944) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Menntun og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Páll starfaði við lagadeild Háskóla Íslands samfellt í 41 ár, fyrst sem dósent frá 1. september 1973 og prófessor frá 5. maí 1987 til 31. ágúst 2014. Hann gegndi fjölmörgum opinberum trúnaðarstörfum, m.a. í ýmsum úrskurðarnefndum. Hann er í dag prófessor emeritus við lagadeildina.

Páll hefur gefið út yfir 50 bækur um lögfræðileg málefni á ferli sínum og fjölda fræðigreina ásamt ritgerðum, fræðiritum og blaðagreinum.

Þýðing lögfræðilegs efnis á erlend mál[breyta | breyta frumkóða]

 1. Þýddi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þýsku og kom sú þýðing út í ritinu “Die Verfassungen Europas” (2. útg., Stuttgart 1974)
 2. Þýddi lög um ættaróðul, ættarjarðir, erfðaábúð o.fl. nr. 102/1962 á norsku, fyrir lagadeild norska dómsmálaráðuneytisins (ásamt öðrum)

Skrá um bækur eftir Pál Sigurðsson[breyta | breyta frumkóða]

 1. Brot úr réttarsögu (Reykjavík 1971)
 2. Um tjón af völdum skipa – Lagasjónarmið um sjóréttarlega bótaábyrgð, einkum utan samninga, og skyld efni (Reykjavík 1973, fylgirit með Úlfljóti, XXVI. árg. 4. tbl. 1973)
 3. Þróun og þýðing eiðs og heitvinningar í réttarfari (Reykjavík 1978)
 4. Fyrirlestrar um samningarétt, almenna hlutann (Reykjavík 1978)
 5. Fyrirlestrar um kauparétt, lausafjárkaup (Reykjavík 1978)
 6. Þættir úr fjármunarétti I (Reykjavík 1978)
 7. Þættir úr fjármunarétti II (Reykjavík 1978)
 8. Verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1982)
 9. Álitsgerð Kirkjueignanefndar (Reykjavík 1984, aðalhöfundur)
 10. Hliðsjónarrit í samninga- og kauparétti I-XX (Reykjavík 1982-1986)
 11. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands - Heimildir um hugmyndir, aðdraganda og framkvæmdir fram yfir 1940 (Reykjavík 1986, fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1985-1986)
 12. Samningaréttur – Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar (Reykjavík 1987)
 13. Kauparéttur – Meginreglur íslensks réttar um lausafjárkaup (Reykjavík 1988)
 14. Háskólamálið og lagaskólamálið – Úrval heimilda um aðdraganda að stofnun háskóla á Íslandi (Reykjavík 1989)
 15. Kringsjá – Þættir um erlendan rétt og samanburðarlög fræði (Reykjavík 1989) - 248 -
 16. Verksamningar – Meginreglur íslensks verktakaréttar (Reykjavík 1991)
 17. Raunsjá – Raunhæf verkefni úr samninga- og kauparétti (Reykjavík 1991)
 18. Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla Íslands II – Draumsýnir, framkvæmdir og svipmyndir af háskólasamfélagi 1940-1990 (Reykjavík 1991, fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1989-1991)
 19. Kröfuréttur – Almennur hluti (Reykjavík 1992)
 20. Svipmyndir úr réttarsögu – Þættir um land og sögu í ljósi laga og réttarframkvæmdar (Reykjavík 1992)
 21. Lagaþættir – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993)
 22. Lagaþættir II – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1993)
 23. Lagaþættir III – Greinar af ýmsum réttarsviðum (Reykjavík 1994)
 24. Höfundaréttur – Meginreglur íslensks réttar um höfundarvernd (Reykjavík 1994)
 25. Fjallvegafélagið – Ágrip af sögu þess (Reykjavík 1994)
 26. Leiguréttur I – Meginreglur íslensks réttar um leigusamninga auk nokkurra sérsviða (Reykjavík 1995)
 27. Ferð á frændaslóðir – Hjaltland og Orkneyjar frá sjónarhóli Íslendings (Reykjavík 1996)
 28. Hveravallamálið og önnur málefni hálendisins (Reykjavík 1996)
 29. Ávörp og greinar af vettvangi Ferðafélagsins (Reykjavík 1996)
 30. Fjölmiðlaréttur – Meginþættir réttarumhverfis fjölmiðlanna (Reykjavík 1997)
 31. Erfðaréttur – Yfirlit um meginefni erfðaréttar (Reykjavík 1998)
 32. Aftökustaðir í landnámi Ingólfs – og aftökur dæmdra manna (Reykjavík 2000)
 33. Skæðadrífa – Safn stuttra greina um lög og samfélag (Reykjavík 2003)
 34. Lagaskuggsjá – Greinar um lög og sögu (Reykjavík 2004) - 249 -
 35. Lagaheimur – Greinar um samanburðarlögfræði (Reykjavík 2004)
 36. Lagaslóðir – Greinar um lög og rétt (Reykjavík 2005)
 37. Lagaþræðir – Greinar um lög og menn (Reykjavík 2006)
 38. Um lög og rétt – Helstu greinar íslenskrar lög fræði (meðhöfundur) (Reykjavík 2006; 2. útg. Reykjavík 2009)
 39. Lög fræðiorðabók með skýringum (Reykjavík 2008, ritstjóri)
 40. Lagasýn – Greinasveigur um lög, lönd og sögu (Reykjavík 2009, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Lagastofnun Háskóla Íslands)
 41. Mannhelgi – Höfuðþættir almennrar persónuverndar (Reykjavík 2010)
 42. Lagavangur – Um forn lög og ný (Reykjavík 2012)
 43. Skagafjörður vestan Vatna – Frá Skagatá að Jökli. Árbók Ferðafélags Íslands 2012 (Reykjavík 2012)
 44. Lagastaður – Um lagamenn fyrri alda og um lög frá ýmsum tímum (Reykjavík 2013)
 45. Skagafjörður austan Vatna I – Frá Jökli að Furðuströndum. Árbók Ferðafélags Íslands 2014 (Reykjavík 2014)
 46. Minningaleiftur – Vörður á veg ferð (Reykjavík 2015)
 47. Skagafjörður austan Vatna II – Frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Árbók Ferðafélags Íslands 2016 (Reykjavík 2016)
 48. Lagaþankar – Safn greina um réttarframkvæmd og lög fræði frá ýmsum tímum (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Lagastofnun Háskóla Íslands).
 49. Úr hugarranni – Minningabrot og þættir (Reykjavík 2016, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni - Háskólabókasafni )
 50. Lagaglæður -- Hugleiðingar um lög og lögfræði (Reykjavík 2018, prentuð bók og netbók, vistuð hjá Rafhlöðunni, Landsbókasafni - Háskólabókasafni )

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Ragnheiður Bragadóttir. (2014). Afmæliskveðja Páll Sigurðsson sjötugur, 16. ágúst 2014. Í Afmælisrit til heiðurs Páli Sigurðssyni prófessor sjötugum.

Morgunblaðið. (16. ágúst 2019). Grúskari í samanburðarlögfræði.