Oxytósín
Útlit
Oxytósín (hríðarhormón eða mjaltavaki) er prótein hormón sem venjulega myndast í undirstúku heilans og leysist út í afturhluta heiladinguls. Það leikur hlutverk í félagslegri tengslamyndun, barnsburði og tímabilinu eftir barnsburð. Oxýtósín seytist út í blóðið sem viðbragð við ást eða fæðingarhríðum. Það auðveldar fæðingu, tengslamyndun og við seytingu mjólkur þegar geirvörtur eða spenar örvast. Rannsóknir hafa einnig farið fram varðandi tengsl oxytósín við fullnægingu, kvíða og viðurkenningu.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Ljosmodir.is“. Sótt 10. janúar 2007.
- Sigtryggur Jón Björnsson. 2004. Mjaltavélar og mjaltatækni. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Hvanneyri.