Fara í innihald

Heimspeki hversdagsmáls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Oxford-heimspeki)

Heimspeki hversdagsmáls, mannamálsheimspeki eða málgreiningarheimspeki, stundum kennd við Oxford háskóla og nefnd Oxford-heimspekin var skóli innan rökgreiningarheimspekinnar um og eftir miðja 20. öld sem kenndi heimspekilegar ráðgátur yrðu til þegar heimspekingar eða vísindamenn notuðu orð annarlega og gleymdu því hvað orðin merkja raunverulega í hversdagslegum skilningi sínum (eða á mannamáli til aðgreiningar frá fræðastagli).[1] Heimspekingar sem kusu þessa nálgun höfðu minni áhuga á heimspekikenningum en rannsökuðu þess í stað ítarlega venjulega hversdagslega málnotkun, „mannamál“.

Mannamálsheimspekingarnir voru undir miklum áhrifum frá yngri verkum Ludwigs Wittgenstein, einkum Rannsóknum í heimspeki. Helstir þeirra voru Gilbert Ryle, J.L. Austin, P.F. Strawson og Norman Malcolm. Heimspeki hverdagsmáls átti mestu fylgi að fagna á árunum frá 1930 til 1970 en áhrifa hennar gætir enn víða í heimspeki.

Mikilvæg rit í heimspeki hversdagsmáls

[breyta | breyta frumkóða]
  • J.L. Austin, Sense and Sensibilia
  • Wittgenstein, Ludwig Blue and Brown Books
  • Wittgenstein, Ludwig Philosohische Untersuchungen (Philosophical Investigations)
  • Ryle, Gilbert, Dilemmas (Ógöngur)
  • Ryle, Gilbert, The Concept of Mind
  • Strawson, P.F., Individuals

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Um heimspeki hversdagsmáls, sjá Baldwin (2001) 39-63.