Oudenaarde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðhús í Oudenaarde í Belgíu

Oudenaarde (franska: Audenarde) er sveitarfélag í Austur-Flæmingjalandi í Belgíu, suður af Gent, við ána Schelde. Í borginni eru 31.866 íbúar (frá og með 1. janúar 2022). Oudenaarde er einnig kallað "gimsteinn flæmsku Ardenna". Í Oudenaarde er fallegt ráðhús í síðgotneskum stíl, byggt af arkitektinum Hendrik van Pede á árunum 1527 til 1530 og bærinn er frægur fyrir veggteppi.

  Þessi Belgíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.