Fara í innihald

Orsök

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orsök er annar tveggja aðila orsakavensla sem geta verið á milli hluta eða atburða; hinn aðili orsakavenslanna nefnist afleiðing. Orsökin er sögð valda afleiðingunni; segja má að hún sé nægjanlegt skilyrði afleiðingarinnar. Að öllu jöfnu má segja að ef orsökin gerist eða eigi sér stað, þá gerist afleiðingin líka eða hún á sér stað. Yfirleitt er orsök talin fara á undan afleiðingunni í tíma.

Orsök hegðunar

[breyta | breyta frumkóða]

Orsök hegðunar leiðir einfaldlega til hennar, óháð því hvort hægt sé að réttlæta hegðunina með orsökinni. Gerandi þekkir ekki alltaf orsakir hegðunar sinnar.

Dæmi um orsakaskýringu: Af hverju er Jóna með Nonna? Af því að þegar Jóna sér eða hugsar um Nonna þá eykst virkni randkerfisins og adrenalín flæðir um líkamann.

Vísindaleg sálfræði snýst um að finna orsakaskýringar, en alþýðusálfræði gefur aðallega ástæðuskýringar. Greinarmunurinn er samt vandasamur og erfiður vegna þess að ástæður geta verið orsakir, eins og sumir heimspekingar hafa leitt rök að í athafnafræði.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.