Fara í innihald

Orrustan við Kórinþu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orrustan við Kórinþu var háð árið 146 f.Kr. Í henni áttust við herir Rómaveldis og Kórinþu. Í orrustunni var Kórinþuborg lögð í rúst.

Rómverjar, undir stjórn Luciusar Mummiusar, lögðu borgina í eyði í kjölfar umsáturs árið 146 f.Kr. Þegar Mummius náði borginni á sitt vald lét hann drepa alla karlmenn, seldi konur og börn í þrældóm og brenndi síðan borgina. Hann hlaut viðurnefnið Achaicus (Maðurinn frá Akkaju) sem sigurvegari yfir Akkajubandalaginu. Fornleifarannsóknir benda til þess að einhver búseta hafi verið á svæðinu næstu árin en Júlíus Caesar stofnaði borgina að nýju árið 44 f.Kr., skömmu áður en hann var ráðinn af dögum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.