Fara í innihald

Ormur Ormsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ormur Ormsson (1242 - 26. september 1270) var íslenskur goðorðsmaður og hirðstjóri á 13. öld. Hann var af ætt Svínfellinga, sonur Orms Jónssonar og Álfheiðar Njálsdóttur konu hans. Faðir hans lést áður en hann fæddist og eldri bræður hans, Sæmundur og Guðmundur Ormssynir, voru drepnir 1252, þegar Ormur var tíu ára. Hann tók við goðorðum Svínfellinga þegar hann hafði aldur til. Árið 1264 varð hann síðastur íslenskra höfðingja til að sverja Noregskonungi skatt og var Ísland þar með allt komið undir konung.

Árið 1270 var Ormur gerður að hirðstjóra sunnan og austan á móti Hrafni Oddsyni, sem varð hirðstjóri norðan og vestan. Hann naut þeirrar upphefðar þó ekki lengi því að hann drukknaði við Noreg sama haust.