Opin menntun
Opin menntun vísar til starfshátta stofnana og því frumkvæði sem þær taka til að auka aðgang að námi og þjálfun í gegnum formlegt menntunarkerfi. „Opin“ vísar til þess að verið er að fjölga tækifærum til þess að stunda nám og afla sér viðurkenninga fyrir þátttöku í því námi sem tiltekin stofnun býður upp á. Til þess að það megi verða þarf að þróa og aðlaga möguleika sem bjóðast í opinni fræðslu. Stofnanir sem leitast við að auka og opna fyrir aðgengi að námsframboði sínu vilja draga úr inntökuskilyrðum og öðru því sem takmarkar aðgang að náminu. Slíkir skólar eru t.d the Open University í Bretlandi og Athabasca University,Thompson Rivers University, Open Learning í Kanada. Slíkt námsframboð felur yfirleitt (en ekki alltaf) í sér fjarnám á netinu í kerfi eins og MOOC og OpenCourseWare. Þrátt fyrir að að mörg netnámskeið séu ókeypis getur kostnaður við að borga fyrir staðfestingu á að hafa lokið þeim verið mörgum hindrun. Mörg opin menntakerfi bjóða upp á ókeypis staðfestingu á námi sem viðurkennd eru af samtökum eins og UKAS í Bretlandi og ANAB í Bandaríkjunum. Önnur menntakerfi bjóða staðfestingu í formi viðurkenningarskjals.[1]
Sögulegt ágrip
[breyta | breyta frumkóða]Jafnvel áður en tölvan var þróuð, höfðu rannsakendur hafið að menntun borgarana í gegnum óformleg menntunarkerfi. Í byrjun 20. aldar voru svokallaðir 4-H klúbbar stofnaðir en þeim var ætlað að kenna ungu fólki nýjustu tækniframfarir í landbúnaði og heimilishaldi. Velgengni unga fólksins í að nýta sér nýja tækni í þessum greinum varð til þess að foreldrar þeirra fóru að nota sömu aðferðir.
Á sama tíma og 4-H klúbba hugmyndin var að breiðast út samþykkti þingið Smith-Lever-löggjöfina. Hún var grunnurinn að samvinnuþjónustudeild í landbúnarðarráðuneyti Bandaríkjanna. Áætlunin fól í sér víðtæka samvinnu ráðuneytisins og landbúnararháskóla um allt land. Í gegnum vinnu ráðuneytisins og 4-H klúbba hefur fólk í Bandaríkjunum ódýran og auðveldan aðgang að nýjustu rannsóknum landbúnaðarháskólanna án þess að þurfa mæta í skólann eða sitja námskeið. Menntakerfið og námskeiðin sem þarna er boðið upp á mætir fólki á þeim stað sem það er statt og gefur því tækifæri til að læra það sem það vill þegar því hentar. Til að mæta breytilegum þörfum borgaranna og nýta nýjustu tækni þróaði samvinnuþjónustudeildin eXtension en það sér notendum sínum fyrir fordómalausu rannsóknarefni um margvísleg málefni í gegnum internetið.
Það að geta boðið upp á ódýr námskeið og námsefni á netinu í stað þess að dreifa dýrum handritum getur auðveldað opna menntun. Eitt af fyrstu dæmunum um þetta er opencourseware námskeiðið, sem sett var í gang árið 2002 af Tækniháskóla Massachusetts og fylgt eftir af meira en 200 háskólum og stofnunum. Þessu svipar til Berlínaryfirlýsingarinnar um að opna beri fyrir aðgang að þekkingu í vísindum og hugvísindum frá hreyfingu um opin aðgang en þar eru markmið og áætlanir fyrir opna menntun skilgreind eins og í Höfðaborgaryfirlýsingunni um opna menntun. MOOC er nýlegt afbrigði af opnu menntakerfi á netinu og hefur fengið sífellt meiri at hygli frá hausti 2011 og hafa nokkur kerfi fylgt á eftir sem ekki hafa vottuð námskeið. Þar á meðal eru edX, Coursera og Udacity. [2]
Tengdar greinar
[breyta | breyta frumkóða]- Open Education - The Classroom, Philosophical Underpinnings, English Beginnings, The American Experience, Controversies Questions and Criticisms
- Davis,Barbara. 1999.Cooperative Learning: Students working in small groups. Speaking of teaching. Stanford University. Geymt 29 ágúst 2017 í Wayback Machine
- Bornstein, David. 2012. Open education for global economy. The New York Times. The New York Times company.