MOOC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MOOC (Massive Open On-line Courses) eru stór námskeið þar sem námsumhverfið er á Netinu. Fyrstu MOOC námskeiðið komu frá hreyfingu um opið námsefni (OER).[1] Hugtakið MOOC var fyrst notað árið 2008 af David Cormier og Bryan Alexander í viðbrögðum þeirra við námskeiði um tengistefnu (connectivism) sem haldið var árið 2008. Það námskeið var haldið undir titlinum Connectivism and Connective Knowledge (einnig þekkt undir nafninu CCK08). George Siemens í Athabasca háskólanum og Stephen Downes stýrðu námskeiðinu en í því voru 25 nemendur í háskólanámi í Háskólanum í Manitoba en auk þess 2200 aðrir nemendur sem tóku námskeiðið án þess að greiða skólagjöld. Hópur íslenskra kennaranema í háskólanámskeiðinu Nemandinn á Netinu haustmisseri 2008 var meðal þeirra.

MOOC námskeið á árinu 2013 stóð vanalega yfir í 4 til 10 vikur. Greint er milli cMOOC og xMOOC námskeiða þar sem cMOOC er námskeið sem byggja á jafningjanámi og sem eru skipulögð miðað við tengistefnu (connectivism), eru á opnum hugbúnaði, í opnu umhverfi og hönnuð af háskólafólki sem hluta af starfi og xMOOC sem er netútgáfa af hefðbundnu háskólanámi (fyrirlestrum, kennslu, umræðum o.fl.) þar sem námskeið er sett upp á séreignahugbúnaði og tengsl eru milli háskólans sem setur upp námskeiðið og fyrirtækja sem eiga og reka þær tæknilausnir sem þau byggja á. Meðal slíkra xMOOC námssetra eru edX, Udacity og Coursera og FutureLearn.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kaplan Andreas M., Haenlein Michael (2016) Higher education and the digital revolution: About MOOCs, SPOCs, social media, and the Cookie Monster, Business Horizons, Volume 59.
  2. The Maturing of the MOOC (BIS Research Paper Number 130, september 2013