Opið efni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Opið afnotaleyfi)
Loga af opnu efni
Opið efni logo (1998)

Opið efni er efni sem er í opnum aðgangi, með aðgengilegan grunnkóða og opið afnotaleyfi samkvæmt 5R-skilgreiningunni.

Opið efni er líkt opnu menntaefni eða opnum hugbúnaði. Samt er það ekki alveg það sama og má ekki rugla þessum hugtökum saman.

Saga opins efnis[breyta | breyta frumkóða]

David Wiley kom fyrstur með hugtakið opið efni árið 1998. Hann líkti því við opinn hugbúnað og sagði að það væri hliðstætt því.

Frá því 1998 hefur hugtakið opið efni verið notað yfir efni sem fellur undir 5R-skilgreininguna hér að neðan, sem snýr að því hvernig má endurnýta það, endurskoða, endurhljómblanda og dreifa af almenningi án þess að brjóta höfundarréttarlög.

Þó opið efni hafi verið lýst sem mótvægi við höfundarétt, þá er treyst á handahafa höfundarréttar að hann leyfi verk sín, svipað og copyleft gefur, að höfunda sé getið.[1]

Skilgreining á hugtakinu opið efni[breyta | breyta frumkóða]

Notendur efnis sem er skilgreint sem opið efni hefur frjálst og ævarandi leyfi til að nota efnið eftir skilgreiningu 5R.[2]

5R er rammi sem leggur mat á það að hve miklu leyti innihald efnisins er opið. Opið efni er:

  1. Endurvinnanlegt (retain), þannig að notandinn hefur fullt frelsi til að sækja efnið og hýsa það, fjölfalda eða stjrónast með það að eigin vild.
  2. Endurnýtanlegt (reuse), þannig að notandinn hefur fullt frelsi til að nota efnið í óbreyttu formi á hvern þann hátt sem hann sjálfur kýs.
  3. Endurskoðanlegt (revise), þannig að notandinn hefur fullt frelsi til að kynna sér efnið og breyta því eða aðlaga það að þörfum sínum.
  4. Endurblandanlegt (remixe), þannig að notandinn hefur fullt frelsi til að sameina upprunalegu útgáfuna með öðru efni til að búa til nýtt efni.
  5. Endurdreifanlegt (redistribute), þannig að notandinn hefur fullt frelsi til að dreifa upprunalega efninu, endurskoðaðri eða breyttri útgáfu af því.[3]

Þetta er víðari skilgreining en hjá opnum hugbúnaði. Efni í opnum hugbúnaði má nota í atvinnuskyni fyrir almenning. Hins vegar eru þau svipuð að því sem snýr að opinni fræðslu sem felur í sér almenna notkun ásamt höfundarrétti.[4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Open_content
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 1999. Sótt 12. september 2020.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2017. Sótt 5. febrúar 2017.
  4. https://en.wikipedia.org/wiki/Open_content