Fara í innihald

Oddeyrarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oddeyrarskóli á Víðivöllum á Oddeyri er einn 10 grunnskóla Akureyrar.

Oddeyrarskóli er grunnskóli, staðsettur við Víðivelli, Oddeyri á Akureyri. Þar eru um 170 nemendur. Skólinn tók til starfa 1957.

Árið 2021 voru 171 nemendur í 1.—10. bekk við Oddeyrarskóla. Það ár voru 41.9 stöðugildi starfsmanna við skólann, þar af um 27 kennarar.[1]

Bygging Oddeyrarskólans hófst árið 1955 og tók hann til starfa haustið 1957. Í fyrsta áfanga skólans voru byggðar fjórar kennslustofur og kennarastofa, þar sem einnig var kennt, auk skrifstofu skólastjóra. Fyrstu árin var skólinn þrísetinn með alls 237 nemendum og sóttu þeir skólann á mismunandi tíma dagsins.[2][3][4]

Nokkrum árum síðar voru byggðar við vesturenda skólans þrjár hæðir sem teknar voru í notkun um og eftir 1962. Flestir urðu nemendur skólans tæplega 500 á árunum kringum 1970.[5] Íþróttahús var síðan byggt við skólann 1994 og um aldamótin 2000 var byggð sérstök starfsmannaálma auk nýrra kennslustofa norðan elsta hluta skólans.[6] [7]

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]

Oddeyrarskóli er á Víðivöllum á Oddeyri Akureyrar. Í sveitarfélaginu eru grunnskólarnir ekki hverfaskiptir nema að því leyti að hvert barn á rétt til skólagöngu í sínum hverfisskóla.[8] [9] [10]

Skólastjóri Oddeyrarskóla (2023) er Anna Bergrós Arnarsdóttir. Aðrir stjórnendur eru þær Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri eldri deildar skólans og og staðgengill skólastjóra; Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, deildarstjóri yngri deildar; og Sigrún Gunnarsdóttir, umsjónarmaður frístundar.[11]

Nám og kennsla

[breyta | breyta frumkóða]

Oddeyrarskóli býður nám í 1.—10. bekk. Þar er lögð áhersla á samvinnu til að skapa árangursríkt skólasamfélag sem einkennist af jákvæðum skólabrag, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, virðing og vinátta.[12]

Menntamálastofnun vann svokallað ytra mat á skólastarfi Oddeyrarskóla í október 2015. Þar segir „Sérstaða skólans felst í því hvernig unnið er í skóla án aðgreiningar og samskipti í skólasamfélaginu einkennast af jákvæðni og virðingu í samræmi við einkunnarorð hans og áherslur.“[13]

Skólabragur og hefðir

[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og í mörgum öðrum grunnskólum hefur Oddeyrarskóli í áraraðir unnið eftir hugmyndafræði svokallaðrar SMT skólafærni sem gengur út á jákvæðan stuðning við hegðun nemenda. Markmiðið er að skapa jákvæðan skólabrag og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.[14]

Á vef skólans segir:

„Jákvæður skólabragur byggist á virðingu fyrir öllum einstaklingum og umhverfi þar sem margbreytileika skólasamfélagsins er fagnað. Hver og einn er meðvitaður um gildi sitt í samfélaginu og axlar ábyrgð á hlutverki sínu.“[15]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Rekstur leik- og grunnskóla“. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sótt 8. ágúst 2023.
  2. „Saga Oddeyrarskóla“. Oddeyrarskóli Akureyri. 26. júní 2018. Sótt 10. ágúst 2023.
  3. „Íslendingur - 19. tölublað (17.05.1957) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
  4. „Dagur - 27. tölublað (14.05.1958) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
  5. „Morgunblaðið - 231. tölublað (19.10.1968) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
  6. „Dagur - 29. tölublað (11.02.1994) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
  7. „Saga Oddeyrarskóla“. Oddeyrarskóli Akureyri. 26. júní 2018. Sótt 10. ágúst 2023.
  8. Akureyrarkaupstaður. „Skólaval“. Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  9. Skóladeild Akureyrarbæjar (2007). „SKÓLAVAL 2007- Bæklingur um skólaval“ (PDF). Skóladeild Akureyrarbæjar. Sótt 8. ágúst 2023.
  10. Akureyrarbær (2023). „Skólasvæða Akureyri - Kort er sýnir 1.5 km radíus frá skólum bæjarins“ (PDF). Akureyrarbær. Sótt 8. ágúst 2023.
  11. Brekkuskóli. „Skólinn“. Oddeyrarskóli. Sótt 9. ágúst 2023.
  12. „Sýn og stefna“. Oddeyrarskóli Akureyri. 26. júní 2018. Sótt 10. ágúst 2023.
  13. Hanna Hjartardóttir og Birna Sigurjónsdóttir (2015). „Menntamálastofnun: Ytra mat grunnskóla: Oddeyrarskóli Akureyri Ytra mat 2015“ (PDF). Ytra mat unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Akureyrarkaupstað. Sótt 9. ágúst 2023.
  14. „SMT skólafærni“. Oddeyrarskóli Akureyri. 5. desember 2013. Sótt 10. ágúst 2023.
  15. „Sýn og stefna“. Oddeyrarskóli Akureyri. 26. júní 2018. Sótt 10. ágúst 2023.