Fara í innihald

Oddatala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Oddatala er heiltala, sem ekki er slétt tala, þ.e. þar sem deiling með tölunni „2“ gefur leif (þ.e. deiling með tveimur gengur ekki upp). Talan einn er því oddatala, en núll telst slétt tala. Síðasti tölustafur í oddatölu er oddatala.

Talnamengi oddatalna er mengi talnanna 2n+1, þar sem n er heiltala.

Það er hægt að skilgreina oddatölur út frá síðasta tölustafnum í tölunni. Ef hann er 1, 3, 5, 7, 9 þá telst talan sem oddatala. Neikvæðar oddatölur teljast líka sem oddatölur.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.