Náttúruréttur
Útlit
Náttúruréttur (á latínu: lex naturalis) er kenning um að það séu til lög sem ráðist af náttúrunni og gildi alls staðar.
Náttúruréttur er hefð í hugmyndasögu Vesturlanda alveg frá fornöld, hjá Aristótelesi og stóuspekingum, á miðöldum hjá heilögum Tómasi frá Akvínó, og framan af nýöld hjá Hugo Grotiusi og John Locke. Frá því um 1800 hafa þessar hugmyndir vikið smám saman og gætir þeirra varla í íslenskri lögfræði á 20. öld.
Áhrifa náttúruréttar gætti áður fyrr á Íslandi og má sjá þess dæmi í óprentuðum fyrirlestrum Jóns skólameistara Þorkelssonar úr Skálholtsskóla og í Tyro Jurís Sveins lögmanns Sölvasonar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]erlendir
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „The Natural Law Tradition in Ethics“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Aquinas' Moral, Political, and Legal Philosophy“
- Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Natural Law Theories“
- The Internet Encyclopedia of Philosophy: „Natural Law“
- Natural Law explained, evaluated and applied A clear introduction to Natural Law
- Catholic Encyclopedia – "Natural Law"
- Daniel Z. Epstein "Law's 'I'" 2007.
- McElroy, Wendy The Non-Absurdity of Natural Law, The Freeman, February 1998, Vol. 48, No. 2, bls.108-111