Fara í innihald

Sameindaklónun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfirlitsmynd yfir sameindaklónun þar sem markröðin er klippt út með skerðiensímum og límd í hringlaga genaferju með lígasa.
Genaflutningur og val þeirra baktería sem tekið hafa upp genaferjuna eru lykilskref í sameindaklónun. Hér inniheldur genaferjan, auk markraðarinnar, DNA-röð sem veitir þol gegn ákveðnu sýklalyfi. einungis þær bakteríur sem tekið hafa upp genaferjuna geta vaxið í æti sem inniheldur sýklalyfið.

Sameindaklónun er samheiti yfir nokkrar erfðatæknilegar aðferðir sem miða að því að einangra tiltekna kirnaröð úr erfðamengi ákveðinnar lífveru og fjölfalda hana í annarri. Sameindaklónun er mikið notuð í sameindalíffræði við grunnrannsóknir á starfsemi og stjórnun gena, en einnig í líftækni, svo sem við framleiðslu prótínraðbrigða og erfðabreyttra lífvera. Varast ber að rugla sameindaklónun saman við klónun eða einræktun, þar sem markmiðið er að framleiða erfðafræðilega einsleitar lífverur.

Við sameindaklónun er ákveðinn DNA-bútur klipptur út úr erfðamengi upphafslífverunnar og límdur inn í genaferju (til dæmis plasmíð). Ferjunni er síðan komið fyrir í viðtakafrumu, til dæmis í bakteríunni E. coli, sem meðhöndlar hana eins og sitt eigið erfðaefni og afritar hana fyrir hverja frumuskiptingu. Bakterían er svo látin fjölga sér ört og við það fjölfaldast erfðaefnið.

Ekki er mikið til af góðu lesefni um sameindaklónun og aðrar grunnaðferðir erfðatækninnar á íslensku, en ástæða er þó til að benda á:

  • Marta Konráðsdóttir, Sigríður Hjörleifsdóttir og Sólveig Pétursdóttir (2004): Erfðir og líftækni. Mál og menning.

Á ensku er um mun auðugri garð að gresja. Eftirfarandi gefa gott yfirlit fyrir byrjendur:

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.