Notandi:Norskur/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spámannskrabbi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Ætt: Krabbaætt (Lithodidae)
Ættkvísl: Cancer
Tegund:
C. borealis

Tvínefni
Cancer Borealis

Spámannskrabbi (útbreiðsla) (fræðiheiti: Cancer borealis) Jonah Crab (Cancer borealis) heitir á íslensku spámannskrabbi og svipar mjög til rock crab sem er reyndar mjög náinn ættingi spámannskrabbans. Spámannskrabbinn lifir við strendur í Norður-Atlandshafi, hann er að finna frá Maineflóa í Bandaríkjunum, Karíbahafinu, alveg upp til Nova Scotia í Kanada. Einnig hefur hann fundist við strendur Grænlands [1].

Útlitslýsing[breyta | breyta frumkóða]

Skel spámannskrabba er rauð-brún á lit með mjög harða ytri stoðgrind. Krabbinn hefur yfir að mjög sterkar klóm. Sá hluti skeljarinnar sem snýr upp er egglaga með útstæða gadda á hvorri hlið. Líkt og aðrir krabbar hefur spámannskrabbinn 5 lappir hvor megin á búknum ásamt 2 klóm. Karldýrin geta orðið allt að 18 cm að þvermáli (aðeins þvermál skeljarinnar) og geta vegið allt að 0,9 kg, kvendýrin verða þó ekki alveg svo stór. Mesta þvermálslengd þeirra eru um 15 cm og þær geta vegið allt 0,5 kg. Stærð og staðsetning skiptir miklu máli um það hvenær krabbinn verður kynþroska. Sumstaðar verða karldýrin kynþroska þegar að þeir hafa náð því að verða 9-10 cm að þvermáli og kvendýrin 8,5 cm. Á öðrum stöðum hafa karldýrin ekki orðið kynþroska fyrr en þeir hafa náð um 13 cm þvermáli og kvendýrin 9 cm [2].


Lífsferill og Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Spámannskrabbinn er mjög vandlátur á heimkynni sín og lifir því aðeins á sendum eða grýttum botnum. Á sendum botnum grefur hann sig oft niður í sandinn þannig að það eitt sem sést eru augun á honum. Á grýttum botnum fela þeir sig oft á milli steina sem þeir hafa lyft upp með kröftugum klóm sínum svo þeir geti falist. Það litla sem vitað er um lífsferil spámannskrabba er það að hann lifur yfirleitt á miklu dýpi eða u.þ.b. 600 metra dýpi þar sem hiti sjávar er á bilinu 8°C til 14°C. Á sumrin fær þeir sig út á dýpri svæði en á veturna koma þeir nær ströndinni. Karldýrin og kvendýrin lifa í sitthvoru lagi allt þar til að mökunartímabilið hefst en þá makast dýrin og kvendýrið geymi sæðisforðann þar til að hún telur tímann vera réttan til þess að hrygna. Þá geymir hún frjóvguð eggin vikum saman á kvið sínum (allt að sex mánuði), þar til að þau klekjast. Talið er að hrygningartíminn sé síðla vetur eða snemma á vorin og að kvendýrið hrygni allt að 5 á lífsferlinum. Þegar að ungviðið hefur klakist úr eggjunum líkist það einna helst rækju frekar en krabba [3].


Þó svo að spámannskrabbinn hafi stórar og miklar klær er hann ekki árásagjarn nema að honum sé ógnað. Megin uppstaðan í fæðu krabbans eru kræklingar, sniglar, hrúðurkarlar og aðrir hryggleysingjar en þetta eru yfirleitt dýr með veika skel sem auðvelt er að brjóta með öflugum klóm spámannskrabbans. Krabbinn er einnig tækifærissinni og vílar ekki fyrir sér að leggja sér til munns hræ af öðrum dýrum sem hafa verið skilin eftir af rándýrum. Spámannskrabbinn eins og aðrir krabbar nota hundruðir lítilla hára sem eru á fótunum til þess að finna mat, á flestum kröbbum er mjög erfitt að sjá þessi hár hjá flestum kröbbum en þau eru vel sjáanleg á spámannskrabbanum [4].

Veiðar og markaður[breyta | breyta frumkóða]

Spámannskrabbinn er aðallega veiddur vegna kjötsins sem er að finna í stórum klóm þeirra. Krabbinn hefur veiðst allt frá árinu 1974 en aðeins ein þjóð hefur staðið að baki veiðanna. Til að byrja með var krabbinn aðeins meðafli í humarveiðum en á síðustu árum hafa menn farið að reyna veiða krabbann í auknari mæli en áður fyrr. Krabbinn er veiddur í gildrur og potta sem innhalda beitu sem lokka krabbann að þeim. Veiðarnar beinast aðallega að stærri kröbbum og því sækjast veiðimenn aðallega í karldýrin og þar sem lítið sem ekkert er vitað um stofnstærð spámannskrabba eru karldýrin viðkvæmir fyrir of mikilli veiði. Spámannskrabbi er einungis veiddur frá júní til nóvember, sá tími sem humarinn er ekki veiddur á. Krabbinn er yfirleitt seldur lifandi en vegna aukins ótta á ofveiði hafa menn brugðið á það ráð að slíta aðra klóna af krabbanum og sleppa honum svo aftur í hafið, klóin vex svo tiltölulega hratt aftur á hann [5].

Heimsafli spámannskrabba frá árinu 1974-2010 samkvæmt FAO

Verð á spámannskrabba hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Það er þó allt háð því hvernig krabbinn er seldur, því klærnar eru yfirleitt seldar sér og skelin sér. Samkvæmt nýjustu tölum eru spámannskrabbaklær að seljast á um 2500 kr. en skelin og það litla kjöt sem í henni er að seljast á 823 kr. sé miðað við gengi dagsins í dag (2012). Þetta þykir þó ekki mikil peningur fyrir krabbakjöt þar sem að lappir Alaska King Crab eru að seljast á um 7600 kr. sem er þrefalt meira en klærnar á spámannskrabba eru að seljast á til neytenda í dag hjá þessum ákveðna fisksala [6].


Fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

Áhugavert er að segja frá því að spámannskrabbi á heima í heimi taugavísindi. Ástæðu þess má rekja til stórra magatauga hans sem gerir hann að hentugu tilraunadýri fyrir rannsóknir með taugaboð og hvernig taugar stjórna líkamshreyfingum [7].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Seafood source. (e.d.). Crab, Jonah. Sótt 23. febrúar 2013 af http://www.seafoodsource.com/seafoodhandbook.aspx?id=10737418967#product_profile
  2. Blue Ocean. (2012). Jonah Crab. Sótt 23. febrúar 2013 af http://blueocean.org/documents/2012/03/crab-jonah-full-species-report.pdf
  3. Department of Fisheries and Oceans. (2009). Assesment of jonah crab in lobster fishing area 41 (4X + 5Zc). Sótt 24. febrúar 2013 af http://www.dfo-mpo.gc.ca/CSAS/Csas/Publications/SAR-AS/2009/2009_034_E.pdf
  4. Marine Biology Center. (e.d.). Jonah Crab: Learn it all. Sótt 24. febrúar 2013 af http://web.archive.org/web/20060504104733/http://www.biomescenter.com/jonahcrab_learn.htm
  5. Blue Ocean. (2012). Jonah Crab. Sótt 23. febrúar 2013 af http://blueocean.org/documents/2012/03/crab-jonah-full-species-report.pdf
  6. Yankee Lobster co.. (2012). Market prices. Sótt 25. febrúar 2013 af http://yankeelobstercompany.com/market-prices/
  7. Cascorbi, A.. (2004, maí). Monterey Bay Aquarium Úttekt. Sótt 25. febrúar 2013 af http://www.montereybayaquarium.org/cr/cr_seafoodwatch/content/media/MBA_SeafoodWatch_JonahCrabReport.pdf