Notandi:Lsh5/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Verksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956 - 1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Allur vélbúnaður verksmiðjunnar var fenginn frá fyrirtækinu F. L. Smidth & Co A/S í Kaupmannahöfn. Bygging Sementsverksmiðju ríkisins ásamt góðri framleiðslu hennar hefur átt drjúgan þátt í að efla og auka varanlega mannvirkjagerð á Íslandi, svo sem húsbyggingar, hafnarmannvirki, vegi og ótal margt annað. Allt þettar hefur svo stuðlað að betra lífi og afkomuöryggi fólksins í landinu. Árið 1993 var Sementsverksmiðju ríkisins breytt í hlutafélag og heitir nú Sementsverksmiðjan ehf. Íslenskt sement ehf keypti svo verksmiðjuna af íslenska ríkinu í október árið 2003,

Framleiðslan[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðslan byggist á votaðferð, en hráefnin eru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Framleiðslugeta verksmiðjunnar eru um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sementi á ári. Verksmiðjan framleiðir þrjár sementstegundir: Portlandsement, Hraðsement og Kraftsement. Sala á sementi hefur hrunið síðustu ár og var árið 2011 það lélegasta í sögu verksmiðjunnar og nam salan þá aðeins um 32 þúsund tonnum sem er um fjórðungur afkastageturnnar og tæpur þriðjungur af sementssölunni í eðlilegu árferði. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu. Fyrirtækið gerir sér von um að salan nálgist 40 þúsund tonn í ár.