Notandi:HGSSG/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingólfur Arnason séður með augum listamanns. Þorsteinn Ingólfsson, sonur Ingólfs Arnasonar er talinn hafa stofnað til þings á Þingnesi.

Þingnes er sögustaður í nágrenni Reykjavíkur. Þar er talið að Kjalarnesþing hafi verið háð um hríð og að þar hafi stofnun Alþingis verið undirbúin. Samkvæmt frásögn Landnámu og Íslendingabókar stofnaði Þorsteinn Ingólfsson, sonur Ingólfs Arnasonar, til þings á Kjalarnesi áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930.

Jónas Hallgrímsson rannsakaði rústir hins mögulega þingstaðar árið 1841 og Þjóðminjasafnið á árunum 1981-1986. Samkvæmt rannsókn Þjóðminjasafnsins hafa rústirnar verið í notkun frá um 1900 og framundir 1200. Rannsóknirnar leiddu meðal annars í ljós hringlaga grjótgarð, um 18 m í þvermál. Einnig fundust merki um járnvinnslu á svæðinu.

Þingnes er tangi sem skagar út í Elliðavatn en nesið fór að hluta undir vatn þegar Elliðavatnsstífla var byggð á árunum 1924-26.



Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.