Notandi:Gunnarheidar/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leðjukrabbi[breyta | breyta frumkóða]

Scylla serrata[breyta | breyta frumkóða]

Scylla serrata, hefur nokkur nöfn. Giant mud carb (risa leðjukrabbi), mangrove crab (mangrove er runni eða lítið tré sem lifir í söltuðu vatni, sjó), black crab (svartkrabbi) og það sem hann er oftast kallaður mud crab eða leðjukrabbi. Hann er bæði veiddur og ræktaður. Leðjukrabbar finnast í Indo – West Pacific (Indlandshaf og vestur og miðjan í Kyrrahafinu), frá suður- og suðaustur Afríku til suðaustur og austur Asíu (frá suðaustur Kína til Sri Lanka) og norðaustur Ástralíu. Einnig hefur hann fundist í Austur – Kyrrahafi í kringum Marianas, Fídjíeyjar og Samóaeyjar. Eitthvað smá af krabbanum hefur fundist hjá eyjunni Hawaii í Bandaríkjunum. Scylla serrata er útbreiddasta tegundin meðal Scylla ættkvíslarinnar. Það eru fjórar tegundir í Scylla ættkvíslinni með Scylla serrata (Forsskål, 1755), þær eru; Scylla oliviacea (Herbst, 1796), Scylla tranquebarica (Fabricius, 1798) og Scylla paramamosain (Estampador, 1949). Scylla serrata er útbreiddasta tegundin í Scylla ættkvíslinni.


Skelin er slétt á leðjukrabbanum og algengustu litirnir á krabbanum eru dökk grænn og mjög dökkur brúnn litur, eiginlega svartur. Fullorðnar kvenkyns leðjukrabbar fara allt að 50 km. frá landi til að hrygna og geta hryngt hvenær sem er á árinu. Fjöldi eggja sem er framleitt getur verið á bilinu frá 1 – 6 milljóna eggja í einni hrygningu. Kvenkyns leðjukrabbar geta framleitt að minnsta kosti þrjár lotur af eggjum með millibilinu 41 – 46 daga milli fyrstu og annara hrygningu og 34 daga á milli annara og þriðju hrygningu. Þegar karlkyns krabbinn þroskast þá verða klærnar hans mjög stórar. Karlarnir geta orðið allt að 3 kg. á þyngd og skelin að 28 cm. breidd (Hill, B.J. 1976). Þegar krabbinn klekst úr egginu þá lifir hann á dýrasvifi. Þegar hann stækkar og verður eldri þá nærast þeir aðallega krabbadýrum, lindýrum og ormum. Svo þegar þeir eru orðnir fullorðnir þá borða þeir aðallega lindýr og litla krabba.


Leðjukrabbar eru aðallega veiddir í botntroll. Einnig er veitt þá í gildrur með beitu, krókum og með berum höndum. Frá 1990 – 1995 var veitt af leðjukrabba í Vestur- og Mið-Kyrrahafinu á bilinu 5.690 – 12.882 tonn (FAO yearbook of fishery statistics). Heildaraflinn árið 1999 var 13.431 tonn og löndin sem voru með stærstu aflann voru Indónesía (8.560 tonn) og Tæland (3.050 tonn). Árin frá 1999 að 2005 þá var veitt á bilinu 13.400 til 24.000 tonn, en árið 2006 þá var byrjað að veiða meira af krabbanum (32.994 tonn) og er því haldið áfram til dagsins í dag. Mest hefur heildaraflinn orðið 44.670 tonn, en það gerðist árið 2011.


Áhugi á eldi Scylla tegunda hefur verið í suðrænum löndum Asíu síðan áttunda áratug tuttugustu aldar. Ræktun þessara tegunda hefur þróast frá því að vera í litlum tjörnum með fiskum og rækjum í að vera ræktað í stór svæði (tanka) og einungis leðjukrabbar á svæðinu (í tönkunum). Ræktun leðjukrabba hefur orðið sífellt vinsælli vegna endurtekna sjúkdóma sem komu upp í rækjuræktunum í tjörnum á árunum 1994 og 1995. Samþætting menningar leðjukrabba og mangrove skógræktar var kynnt um miðjan tíunda áratug tuttugustu aldar og er nú stundað í mörgum löndum Asíu. Eldi á leðjukröbbum í náttúrunni er háð villtum fræjum en hins vegar hafa orðið til svokallaðar klakstöðvar á Filippseyjum, Víetnam og Kína undanfarin 5 -10 ár.

Klakstöðvartæknin er þannig að teknar eru konurnar með þroskaða kynkirtla, bæði úr náttúrunni eða tjörnum, og þær sótthreinsar. Þeim er haldið í tönkum við sandi og skjóli á botninum. Samblanda af tveimur eða fleiri náttúrulegum matvörum, t.d. fiski, sjávarormum, skelfiski og smokkfiski er gefið 5 – 10 % af þyngd konunnar. Síðan er 1 – 3 % mótað mataræði gefið með náttúrulega matnum. Hrognin eru svo sótt, sótthreinsuð og sett í sérstaka tanka þar sem þau munu svo klekjast. Lirfurnar nærast á dýrasvifi. Þéttleikinn á lirfunum í tönkunum eru 80-100 lirfur á lítrann. Þegar lirfan er orðin stærri (eldri en 5 dagar) þá hægt að gefa því fóður og svo styttist í að hægt sé að gefa því fisk o.fl. Vatninu í tönkunum er skipt út eftir 5 daga en á þriggja daga fresti þegar lirfurnar klekjast út. Ýmis fóðrunar- og vatnsstjórnunarkerfi hafa verið þróuð fyrir fjölbreytt skilyrði í mismunandi löndum. Með lítilsháttar breytingum þá er hægt að breyta rækju-klakstöðvum í leðjukrabbastöðvar. Afkoma klakstöðvar-krabbana er sambærileg þeim sem koma úr náttúrunni ef aðstæðurnar í stöðvunum er svipuð og í tjörnunum.


Í öllu ferli í lífi leðjukrabbans er treyst að miklu leyti á náttúrulegan mat. En nýlega hefur verið gerð lítil breyting á rækjufóðri og notað sem viðbótarfóður fyrir seiðisstofninn fyrir leðjukrabba í klakstöðvunum. Svo virðist að þetta fóður nægi fyrir krabbann frá því að vera lirfa í fullorðinn krabba þá er ekki mikill vilji hjá fyrirtækjum að framleiða þetta fóður fyrir leðjukrabbann. Ástæðan er sú að eftirspurnin á rækjumarkaðnum er 20 – 150 sinnum meiri heldur en eftirspurnin á leðjukrabbamarkaðinn.

Samkvæmt þessum gögnum þá er Kína stærsti ræktandi leðjukrabba, en Filippseyjar og Indónesía rækta einnig mikið magn leðjukrabba, ásamt Myanmar sem kemur á eftir þeim. En það er ekki alveg að marka þessa mynd (gögn). Gögn frá öðrum löndum sem rækta leðjukrabba, t.d. Indland og Víetnam, koma ekki fram í þessum gögnum. Einnig, þá skilaði Kína ekki inn gögnum um fiskeldisræktunina sína fyrr en árið 2003, þess vegna er gögnin fyrir það ár svolítð blekkjandi. Svo í gögnum frá sumum löndum þá eru allar tegundir Scyllar ættinnar inn í gögnum um Scylla serrata. Frekar loðin mynd (gögn) um leðjukrabbann en þetta voru einu upplýsingarnar sem til er um heimsframleiðslu á Scylla serrata. Leðjukrabbar eru seldir lifandi, fyrir utan þá sem eru með mjúka skel. Leðjukrabbar frá fiskeldinu eða úr náttúrunni eru seldir til fiskmarkaða eða til kaupmanna, t.d. beint til neytenda, veitingastaða með sjávarafurðir eða til útflytjenda. Verðið fer eftir árstíð, stærð, kyni og þroska. Hæsta verð fyrir krabbana eru þroskaðar konur með dökk appelsínugula eggjastokka eða kvenkyn sem er að verða þroskuð með gula til ljós appelsínugula eggjastokka. Lægsta verðið er fyrir krabba sem vanta klærnar eða legi, þeir krabbar eru oftast seldir á staðnum (ekki settir á markað). Lifandi leðjukrabbar eru eru fluttir til Hong Kong, Singapore, Suður – Kóreu og Taívan.


Það hefur verið æ vinsælla að veiða/framleiða leðjukrabba á síðustu tveimur áratugum (til 2008). Heildarframleiðsla á leðjukröbbum úr fiskeldi frá Afríku og Asíu var yfir 138.000 tonn, metinn á tæplega 377 milljónir dollara árið 2008. Með stofnun klakstöðva í sumum löndum er gert ráð fyrir að framleiðsla leðjukrabbans haldi áfram að aukast. Ekki gæti leðjukrabbinn lifað hér við Íslandsstrendur því hitinn á sjónum er ekki nægilega heitur. Möguleiki væri að rækta krabbana hérna á Íslandi, sérstaklega ef hægt er að gefa þeim breytta rækjufóðrið að borða. Það fer reyndar eftir hvað þetta fóður kostar. Það væri reyndar erfitt og kostnaðarsamt að flytja síðan krabbana lifandi til megin markaða krabbans, í Asíu. Flutningskostnaðurinn yrði alltaf dýrari en fóðrun krabbana, þess vegna væri erfitt og kostnaðarsamt að byrja rækta leðjukrabba hérna á Íslandi.