Notandi:Gunnarheidar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyrrahafssári[breyta | breyta frumkóða]

(Cololabis saira)[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrahafssári er fiskur í Scomberesocidaeætt. Það eru tvær ættkvíslir, sem hver inniheldur tvær tegundir. Nafnið Scomberesocidae er dregið úr grísku, skombros þýðir túnfiskur / makríll og esox þýðir seiði úr laxi. Fiskar í þessari ætt eru uppsjávarfiskar og lifa í heitum sjó (um 15 – 18 °C). Þessir fiskar stökkva oft þegar þeir synda nálægt yfirborðinu eða eru að forða sér frá rándýrum, svipað og flugfiskar, sem er einmitt náfrændi Kyrrahafssárans. Kjálki fiska í Scomberesocidaeætt eru gogglaga, allt frá löngum og mjóum yfir í stutta með neðri kjálkann aðeins lengri. Reyndar er munnur Sárans lítill og með lélegar tennur. Einnig er sérkenni Sárans litlir broddar sem eru frá endaþarmi fisksins að sporði. Sem er tengt við túnfiskinn en bara mun minni. Meðallengd fullorðins Kyrrahafssára er 25 til 28 cm., en þeir geta orðið allt að 46 cm. Þeir geta mest orðið fjögurra ára (Altmer, Dittmer. 1962). Á Íslandi er Cololabis saira þekktur sem Kyrrahafssári eða Kyrrahafsmakríll. Enska heitið er Pacific saury. En þessi tegund veiðist í Norður – Kyrrahafi, frá Japan til Alaska og suður til Mexíkó (67°N – 18°N, 137°E – 108°W) (FAO-FIGIS. 2001).


Japanir veiða langmest af Sáranum, af þeim 3,9 milljónum tonnum sem hafa verið veitt á árunum 1950 – 2014, þá eru Japanar með 2,57 milljón tonn. Taívanar eru byrjaðir að veiða hann í meira magni ár hvert frá því þeir byrjuðu að veiða tegundina árið 1989 og veiddu aðeins meira en Japanarnir árið 2014. Fyrrverandi Sovíetríkin byrjuðu að veiða Kyrrahafssárinn árið 1956 og hafa veitt hann jafnt og þétt árin eftir það, auðvitað sem Rússar frá árinu 1988. Kóreumenn hafa veitt Kyrrahafssárann frá árinu 1950, eins og Japanar, en ekki í eins miklu mæli. Kínverjar byrjuðu að veiða hann árið 2013 (26.000 tonn) og veiddu svo nær þriðjungi meira árið 2014 (77.200 tonn). (Heimild: Fao_catch_aquaculture.xlsx)


Það er hægt að auðvelda veiðar á Sáranum með ljósum. Algeng leið er að festa öfluga lampa með fjölda 500 W bláum eða hvítum ljósum á annarri hliðinni á bátnum. Hinum megin hafa sumir ekki eins öfluga rauða lampa á hinni hliðinni til að lokka fiskinn að bátnum. Þegar fiskur safnast saman undir sterku hvítu / bláu lömpunum, oftast öll torfann, þá veitt Sárann í net og fisknum er híft um borð. Einnig eru skip byrjuð að veiða Sárann í flotvörpu.


Sárinn er mikill ferðafiskur, ferðast langar leiðir rétt eins og frændi sinn makríllinn. Það sést best á mynd 2, þar sem þeir ferðast þvert yfir Norður – Kyrrahaf, á milli Japans og Alaska og niður í Mexíkó. Fullorðnir Sárar halda sig í torfum ofarlega í sjónum (0 – 230 metrar niðrí sjóinn). Seiðin ferðast með þörungum sem reka í sjónum og eggin eru föst saman og tengd við þörunga og skeljar sem reka í sjónum. Kyrrahafssárinn nærist á dýrasvifi, s.s. krabbaflóa, ljósátu og eggjum og lirfum frá t.d. ansjósum. Helstu dýrin sem borða Sárann eru sjávarspendýr, smokkfiskur og túnfiskur. Einnig er hann mikið notaður í beitu fyrir t.d. línubáta.


Nafnið Cololabis saira er tekið úr grísku, latnesku og japönsku. Cololabis, kolo þýðir stuttur eða styttur á grísku og labis þýðir varir á latnesku. Saira er tekið úr japönsku og þýðir spjót, einnig er saira nafn fisksins í Kii Peninsula héraði í Japan þar sem hann er vinsælastur. Sárinn er þekktur í Japan og Kína sem sanma, kínversku stafirnir sem notað eru í kínversku og japönsku nöfn fisksins, (秋刀鱼 / 秋刀魚) , þýða bókstaflega "haust hníf-fiskur", með vísan til vaxtarlagi hennar, nokkuð sem líkist hníf, og aðal árstíð hennar.


Sárinn, eða Sanma, er einn af mest áberandi árstíðabundni matvælafulltrúi haustsins í japanskari matargerð. Hann er oftast borðaður saltaður og grillaður (steiktur) heill með daikon oroshi (rifinn daikon) og borinn fram með skál af hrísgrjónum og Miso súpu. Önnur krydd geta verið sojasósa, límonaði, sítróna, eða annar safi úr sítrusávöxtum. Garnirnar úr fisknum eru bitrar á bragðið, en margir kjósa að slægja fiskinn, en margir segja bitra bragðið úr görnunum með jafnvægi með kryddum sé hluti af ánægjunni á því að borða Sárann. Salt - grillaður Sári er einnig borðaður í Kóreu, þar sem fiskurinn er þekktur sem kongchi GUI (꽁치 구이). Sanma sashimi er sífellt til staðar en er ekki algengt. Þó sjaldan notað fyrir sushi. Sanma - sushi er svæðisbundinn réttur meðfram hlutum Kii Peninsula, sérstaklega meðfram ströndum Suður Mie héraði. Það er búið til með súrsun á Sanma í salti og ediki (eftir svæðum, bitur appelsína eða sítronu edik er einnig notað), og þá er það sett ofan á edik þakin hrísgrjón til að búa til sushi. Fiskurinn getur einnig verið pönnusteiktur eða niðursoðinn. Það er einnig notað í fiskimjöl og gæludýrafóður í sumum vestrænum löndum.


Kyrrahafssárinn er með þetta feita, ríka bragð sem einkennir „bláa“ fiska eins makríl og síld. En í samanburði við hina uppsjávarfiskana, þá hefur Sárinn miklu léttara bragð (ekki eins mikið olíubragð/fitubragð eins og er oft í uppsjávarfiskum). Sárinn meltir matinn miklu hraðar en flestir fiski. Það tekur aðeins hálftíma eða svo fyrir matinn að fara í gegnum meltingarkerfið í fiskinum, þannig að fiskurinn er ólíklegri að fá vonda lykt eða vont bragð. Sárinn er talinn vera sjálfbær fiskitegund sem ekki hefur verið ofveiddur, allavega ekki eins og er. Sárinn nærist í heitari sjó en sá sem er hérna við Íslandsstrendur. Þannig að það er ekki hægt að veiða hann hérna við Ísland. Ég tel fiskeldi vera mjög erfitt, eiginlega útilokað, þar sem Sárinn er uppsjávarfiskur sem ferðast mikið. Eini möguleikinn að fá Kyrrahafssárinn til Íslands er að fá hann sem beita hingað til Íslands. En eftir að við fórum að veiða makríllinn, sem er náfrændi Sárans, þá er ekki mikil skynsemi í því að flytja fisk hingað frá útlöndum sem við getum veitt hérna við Íslandsstrendur og hefur komið vel út sem beita. Það er ekkert vit í því að reyna koma Kyrrahafssáranum á Íslandsmarkað. . Engar skrár eru til um fiskeldi á Kyrrahafssáranum.