Norska kirkjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki kirkjunnar.
Biskupsdæmi Noregs.

Norska kirkjan (norska: Den norske kirke) er fjölmennasta kirkja Noregs og tilheyrir evangelísk-lútersku grein kristninnar.

Rekja má norsku kirkjuna aftur til 1537 þegar siðaskiptin áttu sér stað. Hún var ríkiskirkja frá þeim tíma en árið 2012 minnkuðu afskipti ríkisins af kirkjunni og hún varð sjálfsstæðari. Árið 2017 var hún formlega skilin frá norska ríkinu og er eftir það sjálfstæð. Ríkið styrkir hana þó enn.[1]. Norska þingið hefur breytt stjórnarskránni á þann veg að Noregur er ekki lengur með opinber trúarbrögð.

Tólf biskupsdæmi kirkjunnar eru í Noregi og funda biskupar þrisvar á ári. Meðlimir kirkjunnar eru 64,9% af heildarmannfjölda Noregs (2021) og hefur farið fækkandi [2]. Einungis 3% fara oftar en einu sinni í mánuði í kirkju. Einungis 35% af giftingum fara fram í norsku kirkjunni en um 90% jarðarfara (2015). Árið 2015 fengu samkynhneigð pör að gifta sig í norsku kirkjunni. Börn sem eiga eitt foreldri í kirkjunni skrást sjálfkrafa í kirkjuna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Church of Norway“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. september 2016.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Norska kirkjan hættir að vera ríkiskirkja Rúv, skoðað 5. september, 2016
  2. „Statistisk sentralbyra“ (norska). 2017.