Nomos (félagsfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nomos er hugtak í félagsfræði sem vísar til hegðunar sem á sér stað vegna venju sem rekja má til félagslegrar mótunar eða jafnvel sögulegrar. Hugtakið er dregið af gríska orðinu νόμος sem þýðir lög og í þeim skilningi venjur og reglur sem fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Nomos stendur fyrir röð og reglu samfélagsins sem Peter L. Berger skilgreinir sem samspil milli einstaklinga og samfélagsins. Þannig getur nomos fallið undir trú, skoðun eða sjónarhorn það er að segja alla mannlega breytni innan samfélagsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]