Nokia 1011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokia 1011

Nokia 1011 (NHE-2X5, NHE-2XN) var fyrsti fjöldaframleiddi GSM-síminn. Talan 1011 vísar til þess að hann var settur á markað 10. nóvember 1992. Síminn var svartur á lit með einlitan LCD-skjá og loftnet sem hægt var að draga út. Hann var 195x60x45 mm að stærð og vó 495 grömm.

Síminn gat geymt allt að 99 símanúmer í minni og sent smáskilaboð.

Framleiðsla á Nokia 1011 stóð til 1994 þegar Nokia 2010 og Nokia 2110 komu út sem arftakar hans.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.