Fara í innihald

Nikótínpúðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nikótínpúðar.

Nikótínpúðar eru niktótínvörur sem fólk tekur í vörina. Vinsældir púðana jukust mikið á Ísland eftir 2020 og kom að miklu leyti í stað neftóbaks.[1] Aukin notkun nikótínpúða hefur valdið áhyggjum hjá heilbrigðisstarfsfólki[2][3] og þá sérstaklega vegna notkunar þeirra hjá unglingum.[4] Þrátt fyrir að nikótínpúðar séu ekki með reyk þá eru þeir engu að síður mjög skaðlegir og þá sérstaklega fyrir tannhold sem hefur valdið verulegum áhyggjum meðal tannlækna. [5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Arnhildur Hálfdánardóttir (24. júlí 2020). „Varar við nikótínpúðum: „Nikótín getur verið banvænt". RÚV. Sótt 19. október 2024. „Sala á neftóbaki hefur dregist verulega saman undanfarna sex mánuði. ÁTVR tengir þetta vinsældum nýrra nikótínpúða sem teknir eru í vörina og innihalda ekki tóbak.
  2. Rafn Ágúst Ragnarsson (27. febrúar 2024). „Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða“. Vísir.is. Sótt 19. október 2024.
  3. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir (9. nóvember 2023). „Segir nikótínpúða vera eitur fyrir svefninn – „Sumir jafnvel sofna með púða upp í sér". Dagblaðið Vísir. Sótt 19. október 2024.
  4. Kristín Sigurðardóttir (24. janúar 2023). „Hefur áhyggjur af mikilli notkun unglinga á nikótínpúðum“. RÚV. Sótt 19. október 2024.
  5. Pétursdóttir, Lillý Valgerður (10. nóvember 2022). „Tann­læknar sjá merki þess að ung­­menni séu að nota nikó­tín­púða - Vísir“. visir.is. Sótt 29. október 2024.