New Providence

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
New Providence séð úr gervihnetti.
Höfuðborg Bahamaeyja, Nassá, liggur á New Providence.

New Providence er fjölmennust Bahamaeyja og á henni liggur höfuðborg þeirra, Nassá. Um það bil 70% íbúa Bahamaeyja búa á þessari eyju, eða 274.400 manns (2016).

Eyjan kom fyrst undir stjórn Spánverja er Kristófer Kólumbus uppgötvaði Nýja heiminn, en spænsk yfirvöld höfðu lítinn áhuga á að byggja eyjuna upp. Upprunalega bar Nassá, stærsta borg eyjunnar, heitið Charles-town, en Spánverjar brenndu hana til kaldra kola árið 1684. Árið 1695 gerði Nicholas Trott skipulag fyrir borgina og endurnefndi hana Nassá. Nafnið er til heiðurs Nassáættinni, gamalli evrópskri aðalsætt sem Vilhjálmur 3. Englandskonungur var meðlimur í.

Hinar þrjár greinar ríkisstjórnar Bahamaeyja eru með aðsetur á New Providence. Eyjan er jafnframt miðstöð viðskipta og verslunar í Bahamaeyjum. Um það bil 400 bankar eru með skrifstofur á eyjunni. Ásamt höfn er mikið um hótel á eyjunni og er hún vel sótt af ferðamönnum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.