Fara í innihald

Ndaté Yalla Mbodj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drottning Waalo - Senegal

Ndaté Yalla Mbodj (1810-1860) var síðasta drottning Waalo-konungsríkisins, en það er konungsríki í norðvesturhluta Senegal. Hún var valdamikil drottning og leiddi stóran her sem barðist gegn frönsku nýlendustefnunni og innrás Máranna.

Ndaté drottning var krýnd þann 1. október 1846 í Ndar (núverandi Saint-Louis) höfuðstað Waalo-konungsveldisins. Hún tók við af systur sinni, Ndjeumbeut Mbodj drottningu.[1] Annað ár valdatíðar hennar einkenndist af sterku viðnámi gegn ákvörðun ríkisstjórans um að heimila frjálsa umferð Sarakole fólksins (einnig þekkt sem Soninke). Í bréfi til ríkisstjórans, skrifaði hún, „Við tryggjum og vöktum umferð nautpenings í okkar ríki og við munum ekki samþykkja neitt annað. Hver leiðtogi stjórnar ríki sínu eins og hann lystir“.

Á meðan á valdatíð hennar stóð barðist hún gegn Márunum, sem hægt og rólega voru að ryðjast inn á hennar valdasvæði. Einnig barðist hún gegn franska nýlenduhernum sem leiddur var af hershöfðingjanum Louis Faidherbe. Mótstaða hennar gegn nýlenduvaldinu náði hápunkti árið 1855 þegar hún, ásamt kvennaher sínum, mætti Faidherbe og 15.000 manna her hans sem ætlaði að gera konungsríki hennar að nýlendu Frakklands. Her Ndaté sem var mun minni en her Faidherbe bað ósigur í þessum bardaga. Ndatté horfði hugrökk framan í ósigurinn og sagði við helstu fylgismenn sína á þeirri stundu sem óvinaherinn réðist inn í konungsríki hennar og sonur hennar hafði verið tekinn haldi: „Í dag var ráðist inn í riki okkar, herinn okkar er í molum. Baráttukonur Waalo, eins hugrakkar bardagakonur og þær eru, hafa næstum allar fallið fyrir byssuskotum óvina okkar. Innrásarmennirnir eru sterkari en við, ég veit, en eigum við að yfirgefa Waalo ríkið okkar og láta það í hendur erlendra manna?“

Sonur Ndaté drottningar, Sidya Leon Diop, hélt áfram að berjast gegn nýlendustefnunni og nýlenduhernum þar til hann var tekinn haldi og sendur í útlegð til Gabon árið 1878.

Ndate Yalla Mbodj, ásamt nokkrum öðrum afrískum hetjum, spilaði stórt hlutverk í baráttuni fyrir frelsun Afríku undan nýlenduvaldi. Sagnfræðingar hafa fært til skrár hugrekki hennar og hún er enn þann dag í dag ímynd kveneflingar. Á meðan á lífi hennar stóð og löngu eftir hefur Ndaté táknað ímynd afrísks viðnáms gegn frönsku nýlendustefnunni. Ndaté Yalla Mbodj dó í Dagana, þar sem stytta hefur verið reist henni til heiðurs og stendur enn.

Waalo-konur

[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og mörg samfélög Afríku á þeim tíma var hefðbundið Wolof-samfélag mæðraveldissamfélag. Það var ekki fyrr en íslamstrú náði fótfestu og kristin nýlenduveldi frá Evrópu fóru að hafa áhrif í Afríku sem þessi samfélög tóku upp feðraveldissamfélög. Á 19. öld voru leiðtogar Wolof kallaðir Brak; mæður, systur og dætur þessara leiðtoga voru kallaðar Lingeer. Þessar Lingeer (Drottningar) voru hernaðarlega og stjórnmálalega tilbúnar að leiða fólkið sitt. Þær voru þjálfaðar bardagakonur og kunnu að verja konungsríkið sitt. Í mars 1820, nýttu Márar sér fjarveru Brak leiðtoganna til að ráðast inn í höfuðstað Waalo. Þeir voru fljótlega sigraðir af vopnavæddum bardagakonum sem leiddar voru af Fatim Yamar Lingeer. Óánægðir með ósigur sinn, sneru Márarnir aftur til að gera aðra tilraun. Þar sem Lingeer bardagakonurnar voru í minnihluta og ekki jafn þungvopnaðar og Márarnir, ákváðu þær að brenna sig lifandi í stað þess að sæta ósigri fyrir óvinahernum. Áður en þær gerðu það, ákvað Fatim Yamar að hjálpa dætrum sínum tveimur að flýja svo þær gætu haldið arfleið hennar lifandi. Dætur hennar tvær, þjálfaðar sem bardagakonur, leiddu síðar konungsríkið eftir fall móður sinnar. Þær hétu Ndjeumbeut og Ndaté Yalla.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://afrolegends.com/2015/06/08/queen-ndate-yalla-mbodj-senegalese-queen-leading-the-resistance-against-french-colonization/
  2. „Ndaté Yalla Mboj, reine résistante au colonialisme français, du royaume matrilinéaire Wolof du Waalo (Sénégal)“. Le Mouvement Matricien (franska). 28. júní 2012. Sótt 8. mars 2019.