Nauma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólsetur við Naumu

Nauma eða Namsen er á í Þrændalögum í Noregi. Hún er um 200 km löng. Upptök árinnar eru í Store Namsvatnet í sveitarfélaginu Røyrvik og ósar eru í Naumufirði við Namsós þar sem byggst hefur upp bær með 11.000 íbúa.

Við ánna eru margar stíflur og virkjanir, svo sem við upptök árinnar þar sem hún fellur úr Stóra Namsvatni og við hreppinn Grong.