Fara í innihald

Nanó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nanó (n) er smækkunarforskeyti í SI mælikerfinu og táknar einn milljarðarsta eða 10-9. Nanó er oft notað í mælingum á stærðum tengdum raftækjum og tölvum. Stundum er talað um nanótækni eða dvergtækni þegar talað er um tækni sem er afar smá í smíðum. Nanó er komið úr grísku (νάνος) og þýðir dvergur.