Naked Eyes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Naked Eyes var skammlífur breskur skemmtarapoppdúett skipaður Pete Byrne og Rob Fisher sem sló í gegn með tveimur lögum árið 1983; fyrst með nýrri útgáfu gamals slagara eftir Burt Bacharach, „(There's) Always Something Left to Remind Me“ og síðan „Promises, Promises“. Önnur plata þeirra sem kom út 1984 seldist hins vegar illa og hljómsveitin hætti skömmu eftir það. Byrne vann eftir það sem hljóðversmaður en Fisher stofnaði annan dúett, Climie Fisher, sem átti slagarann „Love Changes (Everything)“ árið 1988.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.