Naflaló
Útlit
Naflaló eða naflakusk er kuskhnoðri í nafla manns sem samanstendur aðallega af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Naflaló myndast sjaldnar hjá konum en körlum, enda eru þær með fíngerðari og styttri líkamshár en þeir.