Fara í innihald

Nýlenska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nýlenska (enska: Newspeak) er tungumál í staðleysuskáldsögunni 1984 eftir George Orwell og á í því þjóðfélagi sem hún lýsir að koma í staðinn fyrir gamlensku (Oldspeak), þ.e. venjulega enska tungu. Nýlenska á að hafa orðfæð að takmarki til að ydda tungumálið að hugsun flokksins, eyða blæbrigðum orða og koma þannig algjörlega í veg fyrir að menn geti upphugsað glæpi (sbr. hugsanaglæpi). Skammstafanir eru algengar í nýlensku, veigrunarorð (skrauthvarfaheiti) sem og afmáan orða eins og uppreisn og frelsi.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.