Nökkvi Þeyr Þórisson
Nökkvi Þeyr Þórisson (fæddur 13. ágúst 1999) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með St. Louis City SC í MLS-deildinni. Hann spilaði sem ungmenni með Reyni Dalvík og Þór Akureyri og hélt loks til KA. Nökkvi skoraði 17 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni 2022 fyrir KA og varð markahæsti leikmaður tímabilsins þrátt fyrir að hafa misst af síðustu leikjunum vegna félagaskipta. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins af leikmönnum. [1]
Hann vakti athygli utan landsteinanna síðsumars og gerði samning við belgíska liðið, Beerschot í Antwerpen í byrjun september 2022.[2]
Nökkvi spilaði sinn fyrsta A-landsleik í janúar 2023 í vináttuleik gegn Eistlandi.
Faðir Nökkva, Þórir Áskelsson, og föðurbróðir, Halldór Áskelsson, spiluðu knattspyrnu fyrir Þór Akureyri og Halldór með A-landsliðinu. Tvíburabróðir Nökkva, Þorri Mar Þórisson, spilaði með honum í KA, Þór og Reyni.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Nökkvi Þeyr markakóngur og valinn bestur - Sá fyrsti í sögu KA Fótbolti.net, sótt 29. okt. 2022
- ↑ Nökkvi með þriggja ára samning Mbl.is sótt 6/9 2022