Fara í innihald

Nílarborri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nílarborri
Tímabil steingervinga: Dýraríki (Animalia)

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geislauggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Percoidei)
Ætt: Borrafiskar (Perciformes)
Ættkvísl: Latidae
Tegund:
Lates

Tvínefni
Lates niloticus

Nílarborri (Lates niloticus), stundum nefndur nílarkarfi, er vatnafiskur af borraætt sem lifir í Afríku. Nílarborri er veiddur til matar og í sportveiði[1].

Útlit, æxlun og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Langvaxinn og þunnvaxinn. Hausinn er meðalstór og frammjór, stórmynntur sem nær aftur móts við mið augu. Neðri skoltur er framteygður. Tálknlok eru með einum gaddi og eru 7 stykki af tálknbogatindum. Rákin nær að jaðri sporðsins. Bakuggi er tvískiptur með 7-8 broddgeisla á fremri hluta og einn broddgeisla og 8-11 liðgeisla aftari hluta. Raufaruggi er með 3 broddgeislum og 6-9 liðgeislum. Sporðurinn er ávalur.[2]. Nílarborrinn er yfirleitt með græn- eða brúnklædda slikju að ofan en silfraður að neðan[3].

Hann getur orðið um 200 cm og hámarksþyngd um 200 kg.[4] Yfirleitt er nílarkarfinn um 2-4 kg og 85-100 cm á lengd. Vaxtarhraðinn er langmestur á fyrsta ári, en svo hægist á honum stiglækkandi á öðru, þriðja, fjórða og fimmta ári. Nílarborrinn getur náð allt að 16 ára aldri, en meðalaldurinn er í kringum 8 ár. Dánartíðnin hærri hjá hrygnum en hængum[5].

Nílarborri skiptist í hænga og hrygnur. Hængurinn er einungis með kynfærin rétt fyrir framan gotraufaruggann. Hrygnan er með gotraufina aðskilda frá þvagrásinni. Nílarborrinn verður kynþroska 3 ára og á frjóvgun sér stað á vorin með hækkandi hitastigi vatnsins. Hygning á sér stað í skjóli frá öðrum rándýrum en getur einnig átt sér stað í opnum sjó frá mars til júní, meðalfjöldi afkvæma er eitthvað í kringum 9 milljónir og tekur hrygningin um 20 klukkustundir[6].

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Fæðuúrval nílarborrans samanstendur af fiskum, skordýrum, krabbadýrum og lindýrum. Val fæðunnar er misjafnt og fer eftir stærð nílarborrans, heimkynnum og framboði fæðunnar. Seiði nílarborrans éta aðallega rauðátu, rækjur, smáseiði, kuðunga og skeljar. Eftir því sem fiskurinn stækkar verða síklíðar 95% af fæðuneyslu þeirra og því stærri sem hann verður, því stærri fæðu leggur hann sér til munns[7].

Það að nílarborranum hafi verið dreift í Viktoríuvatn hefur haft alvarlegar afleiðingar. Yfir 300 innfæddar tegundir hafa útrýmst vegna fæðuvals hans[8].

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Nílarborri er útbreiddur í vötnum og ám í Eþíópíu, Afríku. Aðallega er hann að finna í stórum ám svo sem Níl, Tjad, Níger, Senegal og Volta. Hann finnst í mismunandi tegundum ferskvatns. Þeir kjósa volgt vatn, aðallega hitabeltisvatn, en þar verða þeir mjög stórir og fjölmennir. Fullorðnir nílarborrar finnast aðallega á 10 - 60 metra dýpi, þar sem nóg er af súrefni, grjóti, mýrum og á grunnsævi, ungviðið finnst aðallega á grynningum við ströndina[9].

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Nílarborri er oft notaður til ræktunar og er þekktur sportveiðifiskur. Hann er aðallega veiddur með botnvörpu, handveiðarfærum, nót, lagnetum og gildrum. Seldur aðallega ferskur á markaði en líka frosinn[10].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nile perch | fish“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 17. febrúar 2020.
  2. „FAO Fisheries & Aquaculture - Aquatic species“. www.fao.org. Sótt 17. febrúar 2020.
  3. „Nile perch | fish“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 17. febrúar 2020.
  4. „FAO Fisheries & Aquaculture - Aquatic species“. www.fao.org. Sótt 17. febrúar 2020.
  5. Lipton, David. „Lates niloticus (Victoria perch)“. Animal Diversity Web (enska). Sótt 18. febrúar 2020.
  6. Lipton, David. „Lates niloticus (Victoria perch)“. Animal Diversity Web (enska). Sótt 18. febrúar 2020.
  7. Lipton, David. „Lates niloticus (Victoria perch)“. Animal Diversity Web (enska). Sótt 18. febrúar 2020.
  8. Lipton, David. „Lates niloticus (Victoria perch)“. Animal Diversity Web (enska). Sótt 18. febrúar 2020.
  9. Lipton, David. „Lates niloticus (Victoria perch)“. Animal Diversity Web (enska). Sótt 18. febrúar 2020.
  10. „FAO Fisheries & Aquaculture - Aquatic species“. www.fao.org. Sótt 19. febrúar 2020.