Fara í innihald

Níels Hafstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Níels Hafstein (fæddur 1947 í Reykjavík) er íslenskur myndlistarmaður. Hann er einn af stofnendum Nýlistasafnsins og fyrsti formaður stjórnar þess árið 1978, hann gegndi einnig formennsku Myndhöggvarafélagsins á árunum 1975-1981 og stofnaði og rekur nú Safnasafnið á Svalbarðaströnd ásamt Magnhildi konu sinni. Hann Lauk námi frá skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1973. og var aðstoðarmaður Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara á árunum 1973-1979. Hann hefur setið í fjölda dómnefda og ritnefda, og hefur átt sæti í fulltrúaráði Listahátíðar og í Safnaráði og sinnt miklu starfi í þágu myndlistar á Íslandi.

Níels Hafstein hefur haldið þónokkrar einkasýningar, flestar í Nýlistasafninu, hann hefur verið þátttakandi í 50 samsýningum á Íslandi, í Noregi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk eftir hann liggja í eigu Nýlistasafnsins, Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Trondhjems Kunstforening í Noregi, Arkitektafélags Íslands og Safnasafnsins. Hann hefur einnig haft umsjón með 76 innlendum og erlendum sýningum, þar á meðal skiptisýningum til Hollands og Noregs fyrir Nýlistasafnið, hefur árlega umsjón með 10-12 sýningum fyrir Safnasafnið. Kom með Seríal-listina (reikningslega möguleika) inn í landið snemma á áttunda áratugnum ásamt Þór Vigfússyni. Var þriðji Íslendingurinn sem vann bókverk (artists books). Hefur gert á annað hundrað slíkra verka í röðum, var einna fyrstur listamanna til að setja upp heildstæða innsetningu (innstallation) á Íslandi. Hefur búið til verk undir áhrifum af alþýðulist, þar á meðal 11x2m útsaumað flauelsklæði. Önnur helstu verk eru myndaraðir um íslensku fjármörkin og tilfinningalíf sauðfjárins, goðfræðileg innsetning um svarta og gyllta hesta og verk í 222 hlutum þar sem ákveðinn formmöguleiki er tæmdur. Auk þess gjörningur um upphaf, jafnvægi og hrörnun sem fluttur var í Sonja Henie & Niels Onstad safninu í Ósló 1981.

Níels Hafstein hefur skrifað á annað hundrað greinar um nútímamyndlist og gagnrýni í Þjóðviljann, Lesbók Morgunblaðsins, Lystræningjann, Svart á hvítu, Tímarit M&M og sýningarskrár Nýlistasafnsins og Safnasafnsins. Skrifaði bókverkið 3001, myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni listmálara og hefur unnið töluvert af Bókverkum (Artist Books) svo eitthvað sé nefnt.