Náttúrugripasafnið í London

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðalbygging Náttúrugripasafnsins.

Náttúrugripasafnið í London (e. Natural History Museum) er eitt af þremur minjasöfnum við Exhibition Road í South Kensington í London (önnur eru Vísindasafnið og Victoria og Albert-safnið). Safnið hýsir líf- og jarðsýnishorn sem samanstanda af yfir 70 milljónum hluta í fimm söfnum: grasafræði, skordýrafræði, steindafræði, steingervingafræði og dýrafræði. Safnið er frægt um allan heim fyrir að vera rannsóknamiðstöð sem sérhæfir sig um flokkunarfræði, greiningu og verndun. Vegna aldurs stofnunarinnar eru söfnin mjög verðmæt á sögulegan og vísindalegan hátt, eins og sýnishorn söfnuð af Charles Darwin. Bókasafnið á Náttúrugripasafninu inniheldur víðtæk bóka-, tímarita-, handrita- og listaverkasöfn tengd við verk og rannsóknir vísindadeildanna. Til að fá aðgang að bókasafninu þarf að panta tíma.

Safnið er frægt fyrir að hafa stórt risaeðlabeinasafn og íburðarmikinn arkitektúr — stundum er safnið talið að vera náttúrudómkirkja — stóra afsteypan af freyseðlu (Diplodocus) í aðalholinu er dæmi um þetta. Safnið var upprunalega sett saman af söfnum úr Þjóðminjasafni Bretlands. Safnsbyggingin, hönnuð af arkitektinum Alfred Waterhouse, var opnuð árið 1881. Náttúrugripasafnið og Jarðfræðisafnið sameinuðust árið 1935.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.