Námundun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Námundun er aðgerð í stærðfræði þegar fjöldi markverðra stafa er minnkaður, venjulega til einföldunar. Þegar námundað er, þá er markverði stafurinn sem námundað er að hækkaður ef tölustafurinn til hægri er á bilinu 5 til 9, annars er hann óbreyttur, eftir það eru allir tölustafir hægra megin við markverða stafinn fjarlægðir ef þeir eru tugabrot en skipt fyrir tölustafinn 0 ef þeir eru hluti af heillri tölu. Þegar tölur eru námundaðar er annað hvort verið að fækka fjölda markverðra stafa eða viðhalda honum en það fer eftir því hve námundunin er gróf. Námundun fjölgar aldrei markverðum stöfum.

Þegar talan 12 er námunduð að tug, þá er tölunni 2 skipt út fyrir 0 og talan 12 hefði orðið 10. En ef talan hefði verið 1,2 væri tölustafurinn 2 fjarlægður (auk kommunar) og orðið að tölunni 1. Ef talan 12,12 væri námunduð að tug, þá væri fyrri tölustafnum 2 skipt út fyrir 0 og ,12 fjarlægt af tölunni.

Þegar tölurnar 12345 og 12567 eru námundaðar að þúsundi, þá hefur þriðji tölustafurinn áhrif á það hvort annar stafurinn hækkar upp í 3 eða ekki. Þriðji tölustafur fyrri tölurnnar er 3 og því hækkar annar tölustafurinn ekki en í þeirri seinni er hann 5 og því hækkar annar stafurinn frá 2 og upp í 3. Seinustu þrem stöfunum er síðan skipt út fyrir 0. Fyrri talan verður þá að 12000 en sú seinni að 13000.