Fara í innihald

Markverður stafur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Markverður stafur er tölustafur sem hjálpar til við skilgreiningu á nákvæmni í tölu. Þeir eru oft notaðir við námundun.

Markverðir stafir í tölu eru taldir frá fyrsta stafnum til vinstri í tölu sem er ekki núll, og síðan að seinasta stafnum sem ekki er núll í heilum tölum en alveg að seinasta tölustafnum í tölum sem hafa tugabrot.

Mögulegt er að seinasta núllið í heilli tölu sé markverður stafur en hægt er að skrifa töluna með tugveldi til að draga úr öllum efa.

Dæmi um fjölda markverðra stafa í tölum[breyta | breyta frumkóða]

0,0 - enginn markverður stafur

0,001 - 1 markverður stafur

0,10 - 2 markverðir stafir

1,0 - 2 markverðir stafir

12 - 2 markverðir stafir

120 - 2 markverðir stafir

12,0 - 3 markverðir stafir

12,1 - 3 markverðir stafir

101 - 3 markverðir stafir

1,001 - 4 markverðir stafir

1,000 - 4 markverðir stafir