Múlatti
Útlit
Múlatti er hugtak yfir afkvæmi hvíts karlmanns og svartrar konu eða öfugt. Hugtakið er að mestu aflagt og þykir niðrandi. Það á sér rætur á miðöldum en skilgreining evrópskra miðaldamanna á kynþáttum var næsta handahófskennd. Kynþættir voru flokkaðir í hvíta menn, indíána og svarta og síðan blendingja þar á milli: mestísa, múlatta og sambó. Var miðað við útlitseinkenni. Orð þessi skutu rótum í íslensku. Í Ágripi af náttúrusögu handa alþýðu eftir Páll Jónsson sem kom út 1884, segir á einum stað:
- Múlattar heita þeir er annað foreldrið hefir verið hvítt, hitt blámaður.
Í Minnisverðum tíðindum frá árinu 1803, 2. árg., 1. tbl., bls. 23 segir í neðanmálsgrein: "Þessir blendingar, komnir af svörtum og hvítum foreldrum, kallast eginlega Múlattar; þessara og hvítra manna afsprengi nefnast Creólar."
- Laugardaginn 26.07, árið 2014 var það notað af ritstjóra Morgunblaðsins til að lýsa Barack Obama og vakti það hörð viðbrögð.