Múlatti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Homem Mulato (1641) - málverk eftir Albert Eckhout.

Múlatti er hugtak yfir afkvæmi hvíts karlmanns og svartrar konu eða öfugt. Hugtakið er að mestu aflagt og þykir niðrandi. Það á sér rætur á miðöldum en skilgreining evrópskra miðaldamanna á kynþáttum var næsta handahófskennd. Kynþættir voru flokkaðir í hvíta menn, indíána og svarta og síðan blendingja þar á milli: mestísa, múlatta og sambó. Var miðað við útlitseinkenni. Orð þessi skutu rótum í íslensku. Í Ágripi af náttúrusögu handa alþýðu eftir Páll Jónsson sem kom út 1884, segir á einum stað:

Múlattar heita þeir er annað foreldrið hefir verið hvítt, hitt blámaður.

Í Minnisverðum tíðindum frá árinu 1803, 2. árg., 1. tbl., bls. 23 segir í neðanmálsgrein: "Þessir blendingar, komnir af svörtum og hvítum foreldrum, kallast eginlega Múlattar; þessara og hvítra manna afsprengi nefnast Creólar."

Laugardaginn 26.07, árið 2014 var það notað af ritstjóra Morgunblaðsins til að lýsa Barack Obama og vakti það hörð viðbrögð.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.