Myndsteinarnir frá Stora Hammar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Myndasteinarnir frá Stora Hammars eða Lärbro-steinarnir eru taldir vera frá um 700, það er að segja, frá yngri járnöld. Þetta eru fjórar uppréttar kalksteinshellur sem eru skrýddar með mynstri og myndum sem líklega hafa verið málaðar upphaflega.[1] Steinarnir stóðu upphaflega á Hammarsengi við bæinn Stora Hammars í Lärbro sókn en voru fluttir 1923 (tveir af steinunum 1946) til Bungemuseet í Fårösund, en hvorutveggja er á Gotlandi.

Þeir eru taldir lýsa sögunni um ránið á konungsdótturinni Hildi, en sú saga finnst einvörðungu í íslenskum sögnum.[2]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Staðsetning: 57°51′13.2″N 19°1′40.3″

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Den svenska historien – 1 Från stenålder till vikingatid. Albert Bonniers Förlag AB. 1983. sid. 132–133. ISBN 91-34-42660-4
  2. Skáldskaparmál og Ragnarsdrápa