Myndakorkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Myndakorkur er nokkurskonar spjallþráður sem er aðallega gerður til að senda inn myndir. Bæði er hægt að finna myndir sem eru teiknaðar af notendum eða myndir annars staðar frá. Netþjónarnir sem að hýsa þessa korka geta þurft að sinna mikilli bandvídd en þeir geta verið að anna um 2 TB á mánuði.

Þekktir myndakorkar[breyta | breyta frumkóða]

Futaba Channel er einna þekktastur og er nær allur á japönsku. 4chan er nokkurskonar staðgengill Futaba Channel handa enskumælandi notendum. Útaf mikilli notkun japana á síðunni hefur verið lokað fyrir aðgang frá japönskum netþjónum án sérstaks leyfis. Án efa stærsti flokkurinn innan 4chan er hinn alræmdi b-flokkur sem stendur fyrir slembni (e. random). Hann hentar fyrir nánast hvað sem er. Iichan var staðgengill fyrir 4chan þegar sá vefur lagðist niður tímabundið en hélt síðan áfram eftir að 4chan kom aftur. WAKAchan var síðan staðgengill fyrir Iichan en kom út með miklu meiri framlögum notenda en allir hinir enskumælandi myndakorkarnir síðan voru WAKAchan og Iichan sameinaðir. 5chan var annar myndakorkur aðallega fyrir hentai myndir en stóð ekki lengi uppi. Ringulreið lifði ekki lengi en hún var íslenskur myndakorkur í anda 4chan.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.