Fara í innihald

Musteristré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Musteristré
Fullvaxið tré
Fullvaxið tré
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Plöntur (Plantae)
Fylking: Æðplöntur (Tracheophyta)
Fylking: Ginkgophyta
Flokkur: Ginkgoopsida
Ættbálkur: Ginkgoales
Ætt: Ginkgoaceae
Ættkvísl: Ginkgo
Tegund:
Musteristré (Ginkgo biloba)

Tvínefni
Ginkgo biloba
L.

Musteristré (fræðiheiti Ginkgo biloba) er tré sem upprunnið er í Kína og er einstakt á þann hátt að það er ekki skylt öðrum trjátegundum. Musteristré eru lifandi steingervingar en þau eru lík 270 milljóna ára gömlum steingervingum af trjám. Musteristré er af ættbálki musterisviða en talið var allir musterisviðir hefðu orðið aldauða á síðustu ísöld þar til hin eina núlifandi tegund þeirra fannst í garði kínversks klausturs um árið 1690. Trén hafa verið ræktuð mjög lengi og eru notuð í fæðuframleiðslu og til að vinna úr þeim lækningalyf. Musteristré hafa mikið þol gegn skordýrum og ýmsum sjúkdómum og hamförum. Bæði kven- og karlkynsplöntur hafa leðurkennd blævængslöguð blöð. Kventréð ber illa lyktandi aldin á stærð við apríkósu og er kjarni þess ætur. Musteristré eru stór tré sem ná 20-35 m hæð en geta orðið yfir 50 m.