Mulhacén

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mulhacén.

Mulhacén er hæsta fjall meginlands Spánar, 3479 metrar. Það er staðsett í Sierra Nevada í Andalúsíu. Fjallið er nefnt eftir síðasta múslimsaleiðtoga Granada á 15. öld, Abu l-Hasan Ali, þekktur sem Muley Hacén á spænsku.