Mount Rainier-þjóðgarðurinn
Útlit
Mount Rainier-þjóðgarðurinn (enska: Mount Rainier National Park) er þjóðgarður í Washingtonfylki Bandaríkjanna og samanstendur af eldfjallinu Mount Rainier og nágrenni þess. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1899 og var fimmti þjóðgarður Bandaríkjanna. Svæðið sem hann þekur eru 956 ferkílómetrar. Gönguleiðin í kringum fjallið heitir Wonderland trail og helstu ferðamannastaðir eru Paradise og Longmire.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mount Rainier-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Mount Rainier National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóv. 2016 2016.